Arrival to East Midlands

Eftir tveggja tíma svefn var ég vaknaður til að fljúga út til Englands fyrir "initial training" sem er basically uppryfjun á CRM (crew recourse management) og öryggisþjálfun.  Ákvað að kaupa mér páskaegg í fríhöfninni til að gæða mér á úti í Svíþjóð.  Flugið var laaaangt fyrir mann sem hafði sofið í tvo tíma, vaknað með fiðring í maganum, þá var engin leið að sofna í flugvélinni.  Jæja, lentum á Stansted og náðum okkur í bílaleigubílinn.  Sölumaðurinn reyndist algjör refur, reyndi að selja okkur allt mögulegt,  ekkert svona vinur komdu með lykilinn!  Jess, það er Snípróen (Citroen fyrir þá sem ekki skilja)  Eftir góða departure briefing í bílnum á hvaða leið væri best að taka þá lögðum við í hann.  Here we go...  á leiðinni út frá Stansted og á hraðbrautina voru svona þúsund hringtorg og ég virtist bara aldrei ætla að venjast því að bílarnir komu allir hægra megin frá.  Ég segi bara sem betur fer var ég með fínann kóara með mér Wink

úff, við komumst á hraðbrautina, hvað má nú eiginlega keyra hratt hérna?...  ég skora á lesendur til að reyna að finna skilti frá Stansted til East Midlands Airport sem segir hvað má keyra hratt.   ÞAÐ ER EKKERT SVOLEIÐIS SKILTI!!  En skítt með það, þá keyri ég bara eins og ég vill.  Eftir um 30 mín akstur þá uppgötvuðum við okkur til mikillar skelfingar að það eru bara 3 útvarpsstöðvar á Englandi, kartöflustöðin sem talaði um ekkert nema kartöflur, það var gamla gufan (hóst hóst) ekki gott fyrir menn að keyra í fyrsta sinn vinstra megin á hraðbraut með engan hámarkshraða eftir tveggja tíma svefn, og síðan var það Kiss FM (sem er eins og FM957, þarf að segja meira).  Slökktum á útvarpinu.  Brrrruummmm, keyrir ekki nema Richard Hammond fram úr okkur á Bentley.  Við auðvitað tökum okkur til og eltum kauða, það er kraftur í Snípró.  Eftir smá eltingarleik við hann, þá verður hann greinilega hálf hræddur við svefnlausu íslendingana og ákveður að gefa í.  Þó að það sé kraftur í Snípnum þá keppir hann ekki við Bentley.

Eftir smá leit þá komumst við loksins á áfangastað, Churchview hotel.  Ég veit ekki hvaðan af þessu hóteli það á að vera eitthvað útsýni á kirkju en það var allavega ekki úr okkar herbergi.  Útlitið á herberginu var ekkert eins og myndin á netinu segir.  Þar stóð meðal annars "modern looking bathrooms and free wifi".  Baðherbergið leit út eins og....  ég veit eiginlega ekki hvað á að segja, en það var ekki fallegt, fyrir utan fallega rós sem var búin til úr klósettpappír (smekkleysa? það verður hver að dæma fyrir sig) ég skal skella inn mynd seinna af þessari rós fyrir ykkur.  Þetta ókeypis internet var hvergi að finna.  Það var líka frekar kalt í herberginu en kannski var kallinn bara ný búinn að kveikja á ofninum vegna þess að hann var sjóðandi heitur (ofninn en ekki kallinn).  Þegar við vöknuðum nánast með frostbit, þá var mælirinn fullur, nú finnum við aðra gistingu. 

Framhald á morgun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur ekki verið með pizzakassa í sníprónum til að fá eiginhandaráritun hjá mr Hammond?;)

Vertu nú soldið duglegur að blogga á meðan þú ert í burtu greyið mitt!

Miss you babe 

Kellan (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ys og þys út af engu

Höfundur

Rúnar Már Magnússon
Rúnar Már Magnússon
Kapteinn í þjálfun
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...1333120
  • ...ryr1
  • ...ryr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband