Kominn til Svergje...aftur

Þá erum við komnir til Svergje í SAS flugskólann, nei bíddu það var verið að breyta nafninu í Oxford. Ó well eins og útlendingarnir segja.  Komum seint í gærkvöldið á Bokloster gistiheimilið í Märsta.  Það er bara alveg ágæt, herbergin eru ekkert rosalega stór en alveg fín aðstaða.  Fórum í morgun í skólann og þar beið okka 14kg af bókum (gúlp) það er alveg augljóst hvað við verðum að gera næstu vikurnar.  Við verðum heppnir ef við sjáum dagsljós... ÚFF.  En við verðum alveg jafn fegnir þegar við verðum búnir eins og við vorum óttaslegnir að sjá allt þetta pappírsflóð.  Kennslan okkar fer núna eingöngu fram í tölvu og við getum alveg ráðið því hvenær við mætum í skólann eða hvort við mætum eitthvað yfir höfuð því að við getum þess vegna lært þetta allt heima á gistiheimilinu.  En það er nú miklu betra að mæta í skólann, þar er ekkert net eða sjónvarp til þess að trufla mann.  En eftir skóladaginn ætluðum við Jói að kaupa okkur eitthvað í matinn nema þegar við ætlum að taka strætó hér í svíþjóð þá er eitthvað allt annað í gangi en tímatöflurnar sem standa við strætóskýlin.  Þeir virðast koma og fara bara þegar þeim hentar, sem er ágætt ef maður er strætóbílstjóri, en ekki svo gott þegar maður er farþegi með 14 kg af bókum á öxlinni.  Nú eigum við eftir að reyna að lifa mjög ódýrt hérna úti, það verður líka mun auðveldara þegar maður getur eldað sér eitthvað sjálfur.

Ég læt þetta duga í bili, en reyni svona að setja inn einstaka færslu þegar ég hef einhvern fríann tíma, sem verður eitthvað af skornum skammti á meðan þessu stendur.  Pís át 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úff 14 kg af bókum! vigtuðuð þið þær semsagt?;)

Kellan (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 20:04

2 identicon

Ó well, pís át... hvaða töffarastælar?  Þar sem þið Jói eruð, ja eins og þið eruð, þá vill ég fá alla söguna hérna á þessu bloggi.  Veit að þið eruð í tómu veseni þarna daginn út og daginn inn, lendandi í einhverju bölvuðu veseni.  Annars allt í lagi svo sem að fá svona formlega færslu inn á milli, en ég krefst þess sem diggur lesandi þessarar síðu að fá allan sannleikann!

Heimsborgarinn (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ys og þys út af engu

Höfundur

Rúnar Már Magnússon
Rúnar Már Magnússon
Kapteinn í þjálfun
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...1333120
  • ...ryr1
  • ...ryr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband