Testís

TEST og aftur TEST, LESA, LESA og LESA. 

Þetta er það sem ég er að gera núna frá morgni til kvölds.  Ég er búinn að fara í 2 bókleg próf núna í vikunni.  Eitt technical (tæknileg atriði) og eitt í performance (afkastagetu)  ég náði báðum prófunum auðvitað með glæsibrag, en performance prófið var djöfulli tricky.  Það er ekkert smá auðvelt að gera vitleysur í því, þannig að þið getið rétt ýmindað ykkur hvað vitleysingur eins og ég hefur átt erfitt með þetta.  En enn eitt prófið að baki og maður er bara alveg að komast inn í þetta hvernig á að vera námsmaður í dag.  Við Jói fórum til dæmis í búðina í dag, og það sem endaði í körfunni hjá okkur ætti að vera í orðabókinni yfir skilgreiningu á námsmannamat.  karfan samanstóð af:

3 pakkar núðlur

3 frosnar máltíðir

3 Red Bull

2 bakkar Special K bar (fyrir hollustuna)

Föstudagsnammi (til að ballazera út hollustuna ;-)  )

Reyndar tókum við okkur frí á laugardaginn síðasta, gerðum okkur glaðann dag og fórum í Stokkhólm.  Það var ansi fínt bara, dulítið napurt en ansi hrífandi borg með yðandi mannlífi og böns af HM búðum.  En svona án gríns þá var varla þverfóta fyrir HM búðum í Stokkhólmi.  Ég er meir að segja farinn að halda að Stokkhólmur sé sponseraðir af H&M, það var svona þegar það var lengst á milli búða þá voru svona 200 metrar, tops.  En þeir eru allavega með húmor í lagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já úff þessi próf. 2 próf í viku i wish! Fór í 6 verkleg próf í þarsíðust viku og 4 í síðustu og seinasta prófið á máudaginn. En búið að ganga vel. Keep up the good work og gangi þér vel.

Irma (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 18:33

2 identicon

ji hvað ég er fegin að það er engin próf hjá mér!:)

En hinsvegar endar oftast námsmannamatur í körfunni hjá mér líka;)

kannski að maður reki nefið aðeins inn í hm í næsta mánuði? 

Kellan (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 10:32

3 Smámynd: Hannibal

Fljúgum um Stokkhólm,

tveir ástfangnir flugnemar.

Á hverjum tvöhundruð metrum við kíkjum inn,

aldrei seldar neinar núðlur þar...

En svona að öllu gamni sleftu þá langar mig bara að segja það sem Erik Staffan sagði alltaf við mig þega við gengum saman menntaveginn:

Vi erhåller många frågor om släktskap till de upptagna släkterna. Vi vill redan nu meddela att vi INTE (með áherslu eins og þið föttuðuð pottþétt strax) bedriver släktforskning och därför besvaras inte sådana frågor.

Þessi orð áttu vel við þá, og þau eiga svo sannarlega vel við núna. 

Hannibal, 29.2.2008 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ys og þys út af engu

Höfundur

Rúnar Már Magnússon
Rúnar Már Magnússon
Kapteinn í þjálfun
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...1333120
  • ...ryr1
  • ...ryr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 245

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband