Þegar Davíð hitti Golíat

Þetta var einn skemmtilegasti leikur sem ég hef séð í langann tíma.  Ég var einn í möttökunni á Baron og lifði mig algjörlega inn í leikinn með tilheirandi hrópum og köllum.   Það er ekki laust við að maður fengi flass-bakk yfir í þegar íslendingar unnu B-heimsmeistarakeppnina, slík var stemmningin.  Það má eiginlega segja að eftir þessa frábæru byrjun hjá strákunum voru frakkarnir gjörsamlega slegnir út af laginu, og náðu aldrei laglínunni aftur.   Maður hefur nú séð íslenska liðið ná góðu forskoti áður og tapa því niður aftur.  En eins og þeir voru að spila í gær að þá sá maður á fyrstu mínútunum að það var ekki að fara að gerast í þetta skipti, vörnin hélt nánast öllu, sóknin var flott og markvarslan frábær (áfram Birkir).  Ef að þeir taka alla leiki eins og þennan þá er maður ekki í minnsta vafa að við verðum Heimsmeistarar 2007.   Áfram Ísland
mbl.is Íslendingar gjörsigruðu Evrópumeistaralið Frakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannibal

Ég er að segja þér það... er það samt eðlilegt að þrátt fyrir sterka trú mína á að við myndum vinna þennan leik að þegar við vorum 9 mörkum fyrir og 8 mínútur eftir að maður sé drullu stressaður um að þetta sé ekki búið?  Ef við hefðum verið 9 undir og 8 eftir þá hefði maður fengið sér eitthvað að borða bara og gluggað í góða bók, en samt ekki slökt sjáðu...

Hannibal, 23.1.2007 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ys og þys út af engu

Höfundur

Rúnar Már Magnússon
Rúnar Már Magnússon
Kapteinn í þjálfun
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...1333120
  • ...ryr1
  • ...ryr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband