Heitt í hamsi

Mér er einfaldlega of heitt í hamsi til að fara að blogga eitthvað Óli Stefnúna.  Jæja kanski nokkrar línur.

Eins og íslenska þjóðin sjálfsagt veit núna erum við dottin út úr keppninni um fyrsta sætið í HM í handbolta.  Við gætum mögulega náð okkur í 5. sætið í keppninni, sem er svo sem frábær árangur.  En auðvitað viljum við meira og strákarnir hefðu kanski getað betur.  Þeir voru hreinlega óheppnir í leiknum í gær og áttu fyllilega skilið að sigra þetta.  

En stemmninginn í sófanum heima var engu lagi lík.  Það mátti engu muna að ég hefði verið rekinn út að kaupa nýjan sófa.  Púðarnir fuku í allar áttir, sem betur fer eigum við ekki neitt svona sérstaklega brothætt.  Það verður ekki tekið af þeim að þeir gáfu manni skemmtilegt og um fram allt eftirmynnilegt kvöld.  En það er samt alltaf verra einhverra hluta vegna að tapa fyrir dönum.  Ef þetta hefði verið Austurríki eða Ungverjaland eða eitthvað annað þá hefði ég verið svekktur en ekki alveg upp að þessu marki sem að stofan mín bar vitni um í gærkvöldið.

En nú er bara að bretta upp ermarnar og taka allavega þetta 5. sæti sem er í boði og stefna síða ótrauðir áfram á EM 2008.  Við keppum við Serbíu um sæti á EM.  Ég veit að ég læt mig ekki vanta fyrir framan skjáinn þá. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannibal

Nei fara alla leið núna og mæta í Höllina

Hannibal, 2.2.2007 kl. 20:47

2 identicon

úff ég var komin standandi upp í sófas og öskrin úr íbúðinni sem ég var í heyrðist margar hæðir niður

þetta var hrikalega rosalega spennandi leikur

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ys og þys út af engu

Höfundur

Rúnar Már Magnússon
Rúnar Már Magnússon
Kapteinn í þjálfun
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1333120
  • ...ryr1
  • ...ryr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband