6.2.2008 | 19:46
Dagur 1: Uppreisn á gistiheimilinu
Við fórum um kvöldið áður og leituðum okkur að gistingu, svona til að sjá hvað væri í kringum okkur. Við fundum á Holiday Inn, gistingu á 65 pund. Það hljómaði bara mjög vel, við vorum þá að borga það sama og hjá Kallinum en myndum þá sleppa við að taka rútu á milli þar sem Holiday Inn var í göngu færi við skólann. Um morguninn sögðum við við Kallinn "hingað og ekki lengra vinur, þú platar okkur ekki lengur, við erum farnir!!" (ég tek mér kanski full mikið skáldarleyfi þarna, en þið sjáið hvað ég var að meina). Við pökkuðum niður og fórum. Þegar við komum á Holiday Inn þá er okkur sagt að nóttin kosti 85 pund og það er fullt á þriðjudag. AAARRRRGGGG Þá voru góð ráð dýr. Við urðum að taka bílaleigubílinn í auka dag og finna út úr þessu þegar skólinn var búinn.
Eftir skólann þá fórum við á netið á flugvellinum og eftir langa leit þá fundum við gistingu á 51 pund á nótt á frábærum stað sem heitir Travelodge. Þetta er eins og að búa á rosalega flottu BSÍ, eins fáránlega eins og það hljómar. En þetta er alveg frábært, það er hérna Burger King, Marks & Spencer matvörubúð og Bókabúð/Samlokubúð, Kaffitería og Kaffihús. Þannig að það er allt til alls undir sama þaki. Það er hægt að rölta niður á náttbuxunum þessvegna og fá sér eitthvað í gogginn í þessu molli.
Þannig að allt er komið svona í góðann farveg og við frekar sáttir bara.
Um bloggið
Ys og þys út af engu
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já sæll... Töff að þú skulir vera byrjaður að blogga, ég var að byrja aftur í dag líka. Gaman að fylgjast Steina og Olla að meika það í útlöndum. Hefði viljað vera fluga á hurð í bílnum með ykkur. Ætla að halda áfram að fylgjast með ævintýrinu ykkar, enda erum við heimsborgarar...
Hannibal, 6.2.2008 kl. 21:23
Þið eruð rosalegir!
Hahahahahaha "steini og olli að meika það í útlöndum"
Þið verðið nú að skella ykkur á náttfötunum og fá ykkur að borða áður en þið yfirgefið pleisið;)
Kellan (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 19:46
Ekkert ad gerast tarna uti? Tetta for svo vel ad stad ad madur er ordinn spenntur fyrir naestu faerslu...
Kv. fra Manchester... tar sem City er storveldid i dag!!!
Hannibal, 11.2.2008 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.