Glæ ný batterí

Karen og Fjóla komu til mín í nokkra daga síðustu helgi og það voru heldur betur fagnaðar fundir og það var fínt til að hlaða upp í mér batteríið og var það orðið frekar dauft.  Hún Karen var svolítið feiminn við mig fyrst en það var fljótt að fara.  Við fengum okkur hótel herbergi í Stokkhólmi og röltum út um allt.  Fórum í Gamle Stan og sáum vaktarskiptin hjá Konungsvörðunum, sem voru áhugaverð (sérstaklega skemmtilegt að sjá þá hlaupa).  Við röltum líka í hverfi sem heitir Sofo sem á að vera eitthvað svona listamanna-hverfi eða eitthvað svoleiðis, en það var mjög kósí.  Fullt af litlum sætum búðum allstaðar.  Líbanski veitingarstaðurinn sem við fórum á var líka rosalega góður, og það er pottþétt að ég á eftir að prófa meira af líbönskum mat í framtíðinni.  Þjónninn settist hjá okkur og útskýrði að það voru ákveðnar reglur þegar maður borðar matinn þeirra.  Fyrst á maður að borða salatið með höndunum og síðan getur maður byrjað á aðalréttinum, þetta er víst til að undirbúa bragðlaukana sagði hann.  Síðan vitum við ekkert hvort að þetta sé rétt eða hvort hann hafi bara verið að skemmta sér við vitlausa túrista sem aldrei hafa smakkað líbanskann mat Tounge.

Annars er frekar lítið að frétta.  Okkur Jóa er farið að ganga betur í herminum eftir svona brösótta byrjun.  En þetta er að komast á gott skrið hjá okkur þannig að ég held að við munum ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur af prófinu, sem er by the way þann 1. apríl.  Ég vona bara að prófdómarinn fari ekki að púlla neitt djók á okkur í tilefni dagsins.  En nú fer þessum kafla vonandi að ljúka hjá okkur hérna í Svíþjóð, við stefnum á að vera búnir hér þann 4. apríl.  Þá tekur við um ein vika í Base þjálfun (snertilendingar á 737) og síðan flakk með pappíra og 12 flug sem við þurfum að vera frammí að horfa á, allt þetta ætti að taka svona um eina viku. 

En nú held ég að ég muni ekki setja inn neina færslu fyrr en ég er búinn með prófið þannig að ég bið ykkur kæru lesendur bara vel að lifa og óska ykkur öllum gleðilegra páska.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að við mæðgurnar gátum hlaðið hjá þér batteríin fyrir lokaprettinn þarna í svíþjóð:)

þetta var mögnuð helgi!

Sjáumst sem fyrst

kisskiss og stóóórt knús 

Kellan (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 22:34

2 identicon

Gaman að lesa loksins nýja færslu...veit þú ert búinn að vera á haus í lærdómi og undirbúning. Gott að þú skemmtir þér vel með mæðgunum bestu. Gangi þér ótrúlega vel í prófinu á þriðjudaginn.

Koss og risa knús frá okkur Ragga beibí.

Irma (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 22:56

3 identicon

Jæja, prófdagurinn mikli... Brjóttu fót min gamle ven, ikke stanna

Heimsborgarinn (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ys og þys út af engu

Höfundur

Rúnar Már Magnússon
Rúnar Már Magnússon
Kapteinn í þjálfun
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1333120
  • ...ryr1
  • ...ryr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband