Out and about again

Það varð smá töf á prófdeginum hjá okkur því miður.  Það orsakaðist af því að þegar við vorum í síðasta tímanum fyrir prófið þá vorum við svolítið stressaðir.  Ekki bætti það úr skák að það var skipt um kennara á okkur og kennarinn sem við fengum var ekki nærri eins góður og sá sem við áttum að fá.  Höfðum verið með hann í tímanum á undan og hann stressaði okkur svo mikið upp í þeim tíma og var bara andstæðan við góðann kennara.  Þannig að við vorum allt annað en sáttir við þessi skipti.  Síðan fréttum við það að kennarinn sem við fengum átti líka að vera í prófi í tímanum með okkur... svoleiðis er aldrei gott.  Þegar á að fara að prófa kennarann.  Þá vorum við farnir að svitna all rækilega bara við það að heyra þetta.  En þegar við komum síðan til hans þá var hann bara með englabauginn yfir sér og brosti allan hringinn og var bara hinn almennilegasti.  Algjör andstæðan við þegar við sáum hann síðast.  Þannig að það var svo sem ekki hægt að kvarta yfir honum þá.  En við vorum að gera algör klaufamistök í tímanum, mistök sem við höfum aldrei verið að gera áður.  Þannig að mig fór að gruna að það hefði eitthvað stress verið undir yfirborðinu hjá okkur, þrátt fyrir englabauginn hjá kennaranum. 

Sum sé, það varð að fresta hjá okkur prófinu, en bara um 2 daga.  Þegar við síðan komum í prófið þá var allt annað að sjá til okkar.  Auðvitað gerðum við ein og ein mistök en verið alveg róleg lesendur góðir, það var ekkert sem hefði kostað mannlíf eða það sem verra er, skemmdir á flugvélinni.  Við kláruðum prófið um miðnætti þann 3. apríl og við fórum beint á barinn... því miður þurftum við að taka strætó snemma en við gáfum okkur allavega tíma í einn vel verðskuldaðann bjór Cool

Þegar ég vaknaði eftir prófið og tékkaði mig út af hótelinu varð ég allt í einu heimilislaus maður.  Ég og Jói áttum einn tíma eftir sem átti líklega að vera þann 8. eða 10. apríl.  Við vissum ekki hvenær við þurftum að fara til Englands, það gat líklega verið þann 8 9 eða 10. apríl.  Þannig að ég vissi ekkert hvað ég átti að gera.  Átti ég að bíða hér þar til 8. eða átti ég að fara til Englands núna eða átti ég að fara heim, og Fjóla var fyrir norðann, á Akureyri að heimsækja Elísu.  Nú voru góð ráð dýr, ég snérist bara í hringi, England, Svíþjóð eða Ísland.  Eftir þó nokkuð svimakast að það lág við ælu, þá ákvað ég að skella mér bara á klakann.  Bókaði mér miðann kl 1100 og átti að vera mættur niður á völl kl 1200.  Um leið og ég smellti á BÓKA þá var eins og þungu fargi var af mér létt.   Ég var á leiðinni heim. 

Ég lét Fjólu ekkert vita af þessu.  Ég ætlaði að koma henni á óvart og fljúga líka norður.  Á laugardeginum fór ég norður og fékk Elísu í lið með mér, hún sótti mig niður á völl.  Þegar við komum þá bað Elísa Fjólu um að sækja fyrir sig poka í andirinu þar sem ég beið.  Þegar Fjóla síðan kom þá missti hún kjálkan alveg niður á gólf af "hissu".  Það var heldur betur skemmtilegt að sjá þær mæðgur aftur og sérstaklega svona.  Ég mæli með þessari aðferð ef þið viljið koma konum ykkar á óvart.

En núna erum við Jói komnir sum sé aftur til Svíþjóðar til að taka einn tíma í herminum og förum svo aftur heim á föstudag.  Við vorum svo að frétta það áðan að Base check (lendingarnar á 737) er síðan þann 23. apríl.  Þannig að við fáum að vera heima örlítið lengur heldur en síðast. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var sko alveg rétt ákvörðun hjá þér, ísland frekar en eng eða sví:) En úff hvað þið náðuð mér, grunaði sko ekki baun!

Yndislegt að vita að þó að þú hafir farið í morgun,þá sé ég þig ekki á morgun heldur hinn, bara gaman:)

Knús og kossar frá kellunni og litlu tanntökukellunni 

Kellan (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ys og þys út af engu

Höfundur

Rúnar Már Magnússon
Rúnar Már Magnússon
Kapteinn í þjálfun
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1333120
  • ...ryr1
  • ...ryr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband