Þetta virðist vera vitlaus frétt

Ef litið er á heimasíðu Ryanair þá tilkynna þeir um 105 Milljóna Evra hagnað á síðasta rekstrarári, en ekki tap.  Frekari tölur er hægt að kynna sér á heimasíðu Ryanair.

http://www.ryanair.com/site/EN/news.php?yr=09&month=jun&story=fin-en-020609

 


mbl.is Tap á rekstri Ryanair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítið þekkt staðreind um stjórnarskrá Dana

Hér er 87. grein strjórnarskrá Danmerkur:

87
Citizens of Iceland who enjoy equal rights with
citizens of Denmark under the Danish-Icelandic
Union (Abolition), etc., Act, shall continue to
enjoy the rights of Danish citizenship under the
provisions of the Constitutional Act.

 

Það sem þetta segir er að Íslendingar hafa sömu réttindi í Danmörku og Danir.  Fyrir þá sem lesa þessa færslu og eru staddir í Danmörku og lenda í svona vitleysu, þá mæli ég með því að þeir prenti út strjórnarskránna (sem er fáanleg hér www.folketinget.dk/pdf/constitution.pdf )  og bendi þeim á þessa grein og spyrji þá síðan hvort þeir vilji fara með málið lengra.


mbl.is Neitað um viðskipti í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dublin yet again..

Nú eru 3 tímar og 34 mín þangað til að flugið mitt til Dublin fer frá Stansted.  Á morgun tek ég loka tékkinn á línuþjálfuninni minni.  Sem er by the way búin að ganga bara ágætlega fyrir utan brösulega byrjun.  Það er sagt að þessi þjálfun sé eins og að drekka vatn.... úr brunaslöngu.  Það hefur reynst alveg rétt hjá þeim ágæta manni sem fleygði þessu fram.   Í fyrsta fluginu mínu til dæmis flugum við til Möltu, langt flug með alveg ótrúlega leiðinlegum og lélegum kennara.  Ég var enn blautur bak við eyrun þegar þau þurftu að vera mjög vel vakandi, ég var á radíóinu.  Það er skemmst að segja frá því að ég held að ég hafi náð svona 5% af því sem að flugumferðarstjórarnir voru að segja við mig.  Hraðinn var þvílíkur að það hljómaði eins og þeir voru að tala eitthvað tungumál sem ég hafði aldrei heirt áður.  Flugstjórinn var orðinn mjög pirraður á þessum lúða frá íslandi sem gat ekki sagt neitt rétt.  En jæja einhvernveginn þá komust við á leiðarenda þar sem við skiptum um hlutverk, nú var það ég sem að átti að fljúga vélinni og kapteinninn á radíóinu.  Þetta gekk mun betur svona, þangað til að í miðju fluginu þá kemur yfirflugfreyjan og segir við okkur að það sé farþegi afturí sem að líði ekki vel.  Við fundum lækni um borð sem að fylgdist með honum.  Þegar um 20 mín voru eftir af fluginu og allt leit vel út fyrir lendinguna mína (fyrstu lendingu í farþegaflugi) þá segir læknirinn við okkur að við verðum að lenda sem allra fyrst því hann sé bara alveg við dauðans-dyr, bókstaflega!  Kapteinninn tekur við og tilkynnir turninum að við séum með medical emergency og þurfum að lenda sem allra fyrst, við fáum forgang og kapteinninn lendir..  Ég var nú frekar fúll með það, en svona ef maður á að taka til aðstæður þá var þetta auðvitað ekki spurning.

En þetta hefur nú gengið betur eftir þetta og radíóið er allt að koma.  Eftir loka tékkinn minn þá fæ ég vonandi flótlega upp úr því að vita hvert verður mitt loka base.  Eins og staðan er í dag þá erum við bara mjög sátt hér í Englandi og ef mér yrði boðið Stansted þá myndi ég taka það.  

Fjólu og Karen líkar einnig mjög vel hér í Englandi.  Þið getið kynnt ykkur þeirra ævintýri á http://runarsdottir.barnaland.is/

Ég mun tilkynna ykkur lesendur góðir á þessu frekar lélega bloggi hver verður okkar loka ákvörðunarstaður á þessu flakki okkar.

 

Góðar stundir

 


Out and about again

Það varð smá töf á prófdeginum hjá okkur því miður.  Það orsakaðist af því að þegar við vorum í síðasta tímanum fyrir prófið þá vorum við svolítið stressaðir.  Ekki bætti það úr skák að það var skipt um kennara á okkur og kennarinn sem við fengum var ekki nærri eins góður og sá sem við áttum að fá.  Höfðum verið með hann í tímanum á undan og hann stressaði okkur svo mikið upp í þeim tíma og var bara andstæðan við góðann kennara.  Þannig að við vorum allt annað en sáttir við þessi skipti.  Síðan fréttum við það að kennarinn sem við fengum átti líka að vera í prófi í tímanum með okkur... svoleiðis er aldrei gott.  Þegar á að fara að prófa kennarann.  Þá vorum við farnir að svitna all rækilega bara við það að heyra þetta.  En þegar við komum síðan til hans þá var hann bara með englabauginn yfir sér og brosti allan hringinn og var bara hinn almennilegasti.  Algjör andstæðan við þegar við sáum hann síðast.  Þannig að það var svo sem ekki hægt að kvarta yfir honum þá.  En við vorum að gera algör klaufamistök í tímanum, mistök sem við höfum aldrei verið að gera áður.  Þannig að mig fór að gruna að það hefði eitthvað stress verið undir yfirborðinu hjá okkur, þrátt fyrir englabauginn hjá kennaranum. 

Sum sé, það varð að fresta hjá okkur prófinu, en bara um 2 daga.  Þegar við síðan komum í prófið þá var allt annað að sjá til okkar.  Auðvitað gerðum við ein og ein mistök en verið alveg róleg lesendur góðir, það var ekkert sem hefði kostað mannlíf eða það sem verra er, skemmdir á flugvélinni.  Við kláruðum prófið um miðnætti þann 3. apríl og við fórum beint á barinn... því miður þurftum við að taka strætó snemma en við gáfum okkur allavega tíma í einn vel verðskuldaðann bjór Cool

Þegar ég vaknaði eftir prófið og tékkaði mig út af hótelinu varð ég allt í einu heimilislaus maður.  Ég og Jói áttum einn tíma eftir sem átti líklega að vera þann 8. eða 10. apríl.  Við vissum ekki hvenær við þurftum að fara til Englands, það gat líklega verið þann 8 9 eða 10. apríl.  Þannig að ég vissi ekkert hvað ég átti að gera.  Átti ég að bíða hér þar til 8. eða átti ég að fara til Englands núna eða átti ég að fara heim, og Fjóla var fyrir norðann, á Akureyri að heimsækja Elísu.  Nú voru góð ráð dýr, ég snérist bara í hringi, England, Svíþjóð eða Ísland.  Eftir þó nokkuð svimakast að það lág við ælu, þá ákvað ég að skella mér bara á klakann.  Bókaði mér miðann kl 1100 og átti að vera mættur niður á völl kl 1200.  Um leið og ég smellti á BÓKA þá var eins og þungu fargi var af mér létt.   Ég var á leiðinni heim. 

Ég lét Fjólu ekkert vita af þessu.  Ég ætlaði að koma henni á óvart og fljúga líka norður.  Á laugardeginum fór ég norður og fékk Elísu í lið með mér, hún sótti mig niður á völl.  Þegar við komum þá bað Elísa Fjólu um að sækja fyrir sig poka í andirinu þar sem ég beið.  Þegar Fjóla síðan kom þá missti hún kjálkan alveg niður á gólf af "hissu".  Það var heldur betur skemmtilegt að sjá þær mæðgur aftur og sérstaklega svona.  Ég mæli með þessari aðferð ef þið viljið koma konum ykkar á óvart.

En núna erum við Jói komnir sum sé aftur til Svíþjóðar til að taka einn tíma í herminum og förum svo aftur heim á föstudag.  Við vorum svo að frétta það áðan að Base check (lendingarnar á 737) er síðan þann 23. apríl.  Þannig að við fáum að vera heima örlítið lengur heldur en síðast. 


Glæ ný batterí

Karen og Fjóla komu til mín í nokkra daga síðustu helgi og það voru heldur betur fagnaðar fundir og það var fínt til að hlaða upp í mér batteríið og var það orðið frekar dauft.  Hún Karen var svolítið feiminn við mig fyrst en það var fljótt að fara.  Við fengum okkur hótel herbergi í Stokkhólmi og röltum út um allt.  Fórum í Gamle Stan og sáum vaktarskiptin hjá Konungsvörðunum, sem voru áhugaverð (sérstaklega skemmtilegt að sjá þá hlaupa).  Við röltum líka í hverfi sem heitir Sofo sem á að vera eitthvað svona listamanna-hverfi eða eitthvað svoleiðis, en það var mjög kósí.  Fullt af litlum sætum búðum allstaðar.  Líbanski veitingarstaðurinn sem við fórum á var líka rosalega góður, og það er pottþétt að ég á eftir að prófa meira af líbönskum mat í framtíðinni.  Þjónninn settist hjá okkur og útskýrði að það voru ákveðnar reglur þegar maður borðar matinn þeirra.  Fyrst á maður að borða salatið með höndunum og síðan getur maður byrjað á aðalréttinum, þetta er víst til að undirbúa bragðlaukana sagði hann.  Síðan vitum við ekkert hvort að þetta sé rétt eða hvort hann hafi bara verið að skemmta sér við vitlausa túrista sem aldrei hafa smakkað líbanskann mat Tounge.

Annars er frekar lítið að frétta.  Okkur Jóa er farið að ganga betur í herminum eftir svona brösótta byrjun.  En þetta er að komast á gott skrið hjá okkur þannig að ég held að við munum ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur af prófinu, sem er by the way þann 1. apríl.  Ég vona bara að prófdómarinn fari ekki að púlla neitt djók á okkur í tilefni dagsins.  En nú fer þessum kafla vonandi að ljúka hjá okkur hérna í Svíþjóð, við stefnum á að vera búnir hér þann 4. apríl.  Þá tekur við um ein vika í Base þjálfun (snertilendingar á 737) og síðan flakk með pappíra og 12 flug sem við þurfum að vera frammí að horfa á, allt þetta ætti að taka svona um eina viku. 

En nú held ég að ég muni ekki setja inn neina færslu fyrr en ég er búinn með prófið þannig að ég bið ykkur kæru lesendur bara vel að lifa og óska ykkur öllum gleðilegra páska.


Testís

TEST og aftur TEST, LESA, LESA og LESA. 

Þetta er það sem ég er að gera núna frá morgni til kvölds.  Ég er búinn að fara í 2 bókleg próf núna í vikunni.  Eitt technical (tæknileg atriði) og eitt í performance (afkastagetu)  ég náði báðum prófunum auðvitað með glæsibrag, en performance prófið var djöfulli tricky.  Það er ekkert smá auðvelt að gera vitleysur í því, þannig að þið getið rétt ýmindað ykkur hvað vitleysingur eins og ég hefur átt erfitt með þetta.  En enn eitt prófið að baki og maður er bara alveg að komast inn í þetta hvernig á að vera námsmaður í dag.  Við Jói fórum til dæmis í búðina í dag, og það sem endaði í körfunni hjá okkur ætti að vera í orðabókinni yfir skilgreiningu á námsmannamat.  karfan samanstóð af:

3 pakkar núðlur

3 frosnar máltíðir

3 Red Bull

2 bakkar Special K bar (fyrir hollustuna)

Föstudagsnammi (til að ballazera út hollustuna ;-)  )

Reyndar tókum við okkur frí á laugardaginn síðasta, gerðum okkur glaðann dag og fórum í Stokkhólm.  Það var ansi fínt bara, dulítið napurt en ansi hrífandi borg með yðandi mannlífi og böns af HM búðum.  En svona án gríns þá var varla þverfóta fyrir HM búðum í Stokkhólmi.  Ég er meir að segja farinn að halda að Stokkhólmur sé sponseraðir af H&M, það var svona þegar það var lengst á milli búða þá voru svona 200 metrar, tops.  En þeir eru allavega með húmor í lagi.


Kominn til Svergje...aftur

Þá erum við komnir til Svergje í SAS flugskólann, nei bíddu það var verið að breyta nafninu í Oxford. Ó well eins og útlendingarnir segja.  Komum seint í gærkvöldið á Bokloster gistiheimilið í Märsta.  Það er bara alveg ágæt, herbergin eru ekkert rosalega stór en alveg fín aðstaða.  Fórum í morgun í skólann og þar beið okka 14kg af bókum (gúlp) það er alveg augljóst hvað við verðum að gera næstu vikurnar.  Við verðum heppnir ef við sjáum dagsljós... ÚFF.  En við verðum alveg jafn fegnir þegar við verðum búnir eins og við vorum óttaslegnir að sjá allt þetta pappírsflóð.  Kennslan okkar fer núna eingöngu fram í tölvu og við getum alveg ráðið því hvenær við mætum í skólann eða hvort við mætum eitthvað yfir höfuð því að við getum þess vegna lært þetta allt heima á gistiheimilinu.  En það er nú miklu betra að mæta í skólann, þar er ekkert net eða sjónvarp til þess að trufla mann.  En eftir skóladaginn ætluðum við Jói að kaupa okkur eitthvað í matinn nema þegar við ætlum að taka strætó hér í svíþjóð þá er eitthvað allt annað í gangi en tímatöflurnar sem standa við strætóskýlin.  Þeir virðast koma og fara bara þegar þeim hentar, sem er ágætt ef maður er strætóbílstjóri, en ekki svo gott þegar maður er farþegi með 14 kg af bókum á öxlinni.  Nú eigum við eftir að reyna að lifa mjög ódýrt hérna úti, það verður líka mun auðveldara þegar maður getur eldað sér eitthvað sjálfur.

Ég læt þetta duga í bili, en reyni svona að setja inn einstaka færslu þegar ég hef einhvern fríann tíma, sem verður eitthvað af skornum skammti á meðan þessu stendur.  Pís át 


Dagur 1: Uppreisn á gistiheimilinu

Við fórum um kvöldið áður og leituðum okkur að gistingu, svona til að sjá hvað væri í kringum okkur.  Við fundum á Holiday Inn, gistingu á 65 pund.  Það hljómaði bara mjög vel, við vorum þá að borga það sama og hjá Kallinum en myndum þá sleppa við að taka rútu á milli þar sem Holiday Inn var í göngu færi við skólann.  Um morguninn sögðum við við Kallinn "hingað og ekki lengra vinur, þú platar okkur ekki lengur, við erum farnir!!" (ég tek mér kanski full mikið skáldarleyfi þarna, en þið sjáið hvað ég var að meina).  Við pökkuðum niður og fórum.  Þegar við komum á Holiday Inn þá er okkur sagt að nóttin kosti 85 pund og það er fullt á þriðjudag.  AAARRRRGGGGAngry  Þá voru góð ráð dýr.  Við urðum að taka bílaleigubílinn í auka dag og finna út úr þessu þegar skólinn var búinn. 

Eftir skólann þá fórum við á netið á flugvellinum og eftir langa leit þá fundum við gistingu á 51 pund á nótt á frábærum stað sem heitir Travelodge.  Þetta er eins og að búa á rosalega flottu BSÍ, eins fáránlega eins og það hljómar.  En þetta er alveg frábært, það er hérna Burger King, Marks & Spencer matvörubúð og Bókabúð/Samlokubúð, Kaffitería og Kaffihús.  Þannig að það er allt til alls undir sama þaki.  Það er hægt að rölta niður á náttbuxunum þessvegna og fá sér eitthvað í gogginn í þessu molli.

Þannig að allt er komið svona í góðann farveg og við frekar sáttir bara. 


Arrival to East Midlands

Eftir tveggja tíma svefn var ég vaknaður til að fljúga út til Englands fyrir "initial training" sem er basically uppryfjun á CRM (crew recourse management) og öryggisþjálfun.  Ákvað að kaupa mér páskaegg í fríhöfninni til að gæða mér á úti í Svíþjóð.  Flugið var laaaangt fyrir mann sem hafði sofið í tvo tíma, vaknað með fiðring í maganum, þá var engin leið að sofna í flugvélinni.  Jæja, lentum á Stansted og náðum okkur í bílaleigubílinn.  Sölumaðurinn reyndist algjör refur, reyndi að selja okkur allt mögulegt,  ekkert svona vinur komdu með lykilinn!  Jess, það er Snípróen (Citroen fyrir þá sem ekki skilja)  Eftir góða departure briefing í bílnum á hvaða leið væri best að taka þá lögðum við í hann.  Here we go...  á leiðinni út frá Stansted og á hraðbrautina voru svona þúsund hringtorg og ég virtist bara aldrei ætla að venjast því að bílarnir komu allir hægra megin frá.  Ég segi bara sem betur fer var ég með fínann kóara með mér Wink

úff, við komumst á hraðbrautina, hvað má nú eiginlega keyra hratt hérna?...  ég skora á lesendur til að reyna að finna skilti frá Stansted til East Midlands Airport sem segir hvað má keyra hratt.   ÞAÐ ER EKKERT SVOLEIÐIS SKILTI!!  En skítt með það, þá keyri ég bara eins og ég vill.  Eftir um 30 mín akstur þá uppgötvuðum við okkur til mikillar skelfingar að það eru bara 3 útvarpsstöðvar á Englandi, kartöflustöðin sem talaði um ekkert nema kartöflur, það var gamla gufan (hóst hóst) ekki gott fyrir menn að keyra í fyrsta sinn vinstra megin á hraðbraut með engan hámarkshraða eftir tveggja tíma svefn, og síðan var það Kiss FM (sem er eins og FM957, þarf að segja meira).  Slökktum á útvarpinu.  Brrrruummmm, keyrir ekki nema Richard Hammond fram úr okkur á Bentley.  Við auðvitað tökum okkur til og eltum kauða, það er kraftur í Snípró.  Eftir smá eltingarleik við hann, þá verður hann greinilega hálf hræddur við svefnlausu íslendingana og ákveður að gefa í.  Þó að það sé kraftur í Snípnum þá keppir hann ekki við Bentley.

Eftir smá leit þá komumst við loksins á áfangastað, Churchview hotel.  Ég veit ekki hvaðan af þessu hóteli það á að vera eitthvað útsýni á kirkju en það var allavega ekki úr okkar herbergi.  Útlitið á herberginu var ekkert eins og myndin á netinu segir.  Þar stóð meðal annars "modern looking bathrooms and free wifi".  Baðherbergið leit út eins og....  ég veit eiginlega ekki hvað á að segja, en það var ekki fallegt, fyrir utan fallega rós sem var búin til úr klósettpappír (smekkleysa? það verður hver að dæma fyrir sig) ég skal skella inn mynd seinna af þessari rós fyrir ykkur.  Þetta ókeypis internet var hvergi að finna.  Það var líka frekar kalt í herberginu en kannski var kallinn bara ný búinn að kveikja á ofninum vegna þess að hann var sjóðandi heitur (ofninn en ekki kallinn).  Þegar við vöknuðum nánast með frostbit, þá var mælirinn fullur, nú finnum við aðra gistingu. 

Framhald á morgun. 


Fiðringur

Það er ekki laust við það að það sé kominn smá fiðringur í mann.  Jói kom til mín í vinnuna í gær og við pöntuðum bílaleigubíl til að koma okkur frá Stansted til East Midlands, ekkert GPS bullshit eða svoleiðis rugl, bara hardcore "hvað segir þetta skilti?".  Já við ákváðum að vera svolítið hugrakkir og keyra sjálfir, ég verð driver (capteinn) og Jói verður navigator (first officer)  Grin  En þetta þýðir að það verður enginn bjór í Leifsstöð Crying

Nú fer allt að verða klárt, bara að taka smá til heima og pakka pínu and off we go.  Fyrir þá sem ekki vita þá verðum við fyrst eina viku í East Midlands í "fire and safety" þjálfun og síðan förum við til Svíþjóðar, þar sem við komum til með að gista á gistiheimili í stórborginni Märsta sem er í um 10 mín fjarlægð frá flugvellinum í Arlanda.

Nú er ég að leggja lokahöndina á þessar næturvaktir mínar og get sagt farvel við Fosshótel og halló allskonar hótel í Evrópu nema í þetta skiptið verð ég viðskiptavinurinn Cool

 


Næsta síða »

Um bloggið

Ys og þys út af engu

Höfundur

Rúnar Már Magnússon
Rúnar Már Magnússon
Kapteinn í þjálfun
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1333120
  • ...ryr1
  • ...ryr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband