Valdagræðgin á sér engin takmörk

Það sérst greinilega á þessu að pólitíkusarnir allir, úr öllum flokkum myndu selja sál ömmu sinnar djöflinum fyrir sæti borgarstjórans.  Ég segi fyrir mitt leiti að eina vitið úr því sem komið er þá væri lang best ef að kosið yrði aftur.  Þetta er að vera komið út í tóma steypu.  Helst þyrfti að skipta út öllu þessu fólki úr öllum listum, flengja þau, segja þeim að skammast sín og hunskast heim til mömmu sinnar.  Það eina sem ég er ánægður með er að flugvöllurinn fær að standa eins og hann er.

Mikið er ég feginn að vera að flytja héðan úr borginni.  Það er eins gott að þið ágætu borgarbúar standið ykkur á meðan og kjósið eitthvað fólk með viti. 


mbl.is F-listi og D-listi í samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til fyrirmyndar

Ég vaknaði af löngum blogg svefni við að lesa þessa frétt.  Þetta er virkilega gott framtak hjá Áströlum og nýlega tilkynnti kínversk sjórnvöld að þau hyggðust banna plastpoka með öllu árið 2008, þeir vilja að almenningur noti taupoka.  Þetta er rétt sem bloggarar hér eru að segja með að þetta er bara slæmur ávani að nota þessa plastpoka og það væri lítill vandi að nota taupoka.  Einnig mætti alveg skoða það að nota umhverfisvæna plastpoka sem eyðast upp á innan við 5 árum. http://www.globalmanufacture.net/home/news/omni.cfm

Einnig tilkynntu áströlsk yfirvöld á síðasta ári að venjulegar ljósaperur yrðu bannaðar og eingöngu ætti að nota umhverfisvænar spar-perur.  

Þetta er eitthvað sem að íslensk stjórnvöld mættu taka til fyrirmyndar, ef þau ætla að halda áfram að vera í fararbroddi í umhverfismálum eins og þau vilja halda að þau geri. 

Ég skora á íslensk stjórnvöld að taka þetta til fyrirmyndar 

 Það þarf oft bara litla þúfu til að velta stóru hlassi.


mbl.is Notkun plastpoka verði hætt á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

First session complete

Það var greinilegur taugatitringur í mönnum fyrir fyrsta tímann í herminum (eða kanski var það bara eftir Red Bull-ið), en það reyndist algjör óþarfi því að kennarinn okkar reyndist vera algjör snillingur.  Hann byrjaði á því að kynna sig og sagði að hann hefði verið í 17 ár í flughernum og ég hugsaði oó nú á að rústa okkur.  En hann gerði bókstaflega allt til að draga úr stressinu í okkur og reyndist vera algjör ljúflingur.  Við byrjuðum á því að Thomas byrjaði sem PF(pilot flying) og ég var PM(pilot monitoring), ég hugsaði, fjúkk, nú get ég bara slappað af og litið á mælana og fylgst með honum..little did I know.  Það sem þetta er nú einusinni þotu hermir að þá gerist allt miklu, MIKLU hraðar en ég er vanur þannig að ég var alveg pung-sveittur allan tímann við að monitora og aðstoða og kalla í radio og skipta um tíðnir og hitt og þetta.  Hugsunin um að slappa af hafði verið skilin eftir á flugbrautinni.  Síðan skiptum við um sæti og ég varð PF.  Ég hugsaði, úff ef að ég hafði svona mikið að gera við að monitora hvernig á þetta eftir að verða.  En það reyndist miklu auðveldara að fljúga heldur en að monitora, allavega fyrir mig. 

Í tímanum í dag þá munum við koma til með að fá vélarbilun fyrir flugtak, við munum líka skoða ofris aðeins og CANPA aðflug (constant angle non-precision approach).  Þannig að nú erum við bara spenntir eftir þennan fyrsta tíma að komast í herminn aftur.  Ég setti hérna inn mynd af herminum sem við erum að flúga.  Glæsilegur ekki satt? Wink

Fokker 28 simulator


So far so good

Það er ekki svo mikið að frétta hérna megin.  Mér gengur ágætlega í skólanum, við erum búin að vera að læra mikið um flugslys, maður lærir alveg ótrúlega mikið á því að lesa um mistök annara.  Við Tómas erum alltaf að æfa okkur fyrir flugherminn.  Við byrjum á Fimmtudaginn í herminum og mig hlakkar mikið til þó að það sé auðvitað pínu stressandi að hafa einhvern Ryanair gaur að meta okkur.  En aðal málið er samt að læra af þessum tímum og hafa gaman af þessu.  Svo sem ekki mikið annað að frétta en ákvað samt að skella inn smá færslu.  Engar fréttir eru góðar fréttir.

 Leiter, geiter.


Fyrsti skóladagurinn að baki

Þá er nú fyrsti skóladagurinn búinn, og hvernig var hann, ertu kanski að velta fyrir þér lesandi góður, já skondið að þú skulir spyrja, hann var ekki skemmtilegur.  Það sem verið er að tala mikið um á þessu námskeiði er sálfræði.  Ég hef ekki mikla þolinmæði fyrir sálfræði og finnst það bara hundleiðinlegt.  En auðvitað er þetta nokkuð gagnlegt sem verið er að kenna en það er bara ekki "my cup of tea".  En það er einn gaur á þessu námskeiði sem að kom mér geðveikt á óvart, hann talaði íslensku við mig og bara nokkuð góða í þokkabót.  Hann heitir Thibaut eða eitthvað svoleiðis og hann er hálf danskur og hálf franskur en á íslenska konu.  Þau eiga síðan son og hún talar bara íslensku við hann þannig að Thibaut lærir smá og smá í einu, SNILLD.  Það var virkilega afslappandi að geta talað íslensku aftur.  En nú þarf ég að koma mér í að læra.

Þar til næst, kærlig hilsen.


Heja Sverge

Þá er ég sestur við skriftir í landi Volvo station.  Án gríns þá held ég að svona þriðji hver bíll sé Volvo og annar hver bíll er station-bíll.  En þetta er ekkert sérstaklega ódýrt land, það kostar til dæmis á hótelinu mínu um 1500kr að fá sér hamborgara, sem er by the way eitt það ódýrasta á matseðlinum, og þetta er ekki einu sinni "fínt hótel". Ég fór til Stokkhólms í dag og það var svo sem ágætt.  Öll húsin eru 5 hæðir og annað hvort brún eða gul (mjög spes) þannig að það er ekki mikil litagleði í þessum "frændum okkar".  Hérna eru þessar klassísku búðir eins og dressmann, Zara, Topshop og, rúsínan í pylsuendanum, H&M.  Ég þræddi þessar búðir í dag með fylgifisknum mínum honum Tómasi sem er með mér í Crew og herbergi.  Mér fannst frekar skrítið að fara og skoða föt með einhverjum sem ég þekki ekki neitt og hann er ekki einusinni stílisti.  En ég skoða þetta betur við tækifæri þegar ég er einn.

takkogblessíbili


Tonight is the night... ég ætla út í kvöld

Jæja þá er loksins komið að því, það er komið að brottför.  Kallinn er búinn að vera lesa á fullu og æfa sig í Flight simulator, þannig að nú er eins gott að standa sig vel og heilla alla upp úr skónum.  En þetta verður fyrst og fremst gaman og mig hlakkar mikið til að fara í simman.  En það verður líka rosalega erfitt að slíta sig í burtu frá famelíunni.  En ég fékk mér vefmyndavél og Fjóla verður með tölvuna hans Sigga (hennar Lindu) á meðan ég verð í burtu þannig að við munum hafa samband í gegnum hið magnaða forrit SKYPE.  Þegar ég keypti mér þessa vefmyndavél þá hugsaði ég, jæja nú er framtíðin loksins kominn til Rúnars.  Þegar ég var yngri og hugsaði um framtíðina þá var eitt sem ég var alltaf að hugsa um (fyrir utan fljúgandi bíla) en það var myndsími.  Enn og aftur nú er framtíðin komin, þó að við verðum að bíða eftir fljúgandi bílum aðeins lengur.  Ég sendi á ykkur aftur þegar ég er kominn út.

Þar til næst... hej alle júbba 


monday, tuesday, wednesday...

Þetta eru dagarnir sem eftir eru áður en ég fer út til Sverge.  Ég hef ákveðið að prufa startkaplana á þetta blessaða blogg.. enn eina ferðina.  Ég er svo ferlega latur við að skella einhverju hingað inn eins og kanski sést á færslunum.  Mér finnst reyndar ótrúlegt að mbl séu ekki búnir að henda þessari blogg síðu út.  En ég ætla nú að reyna að vera duglegur á meðan ég er úti að láta vita af mér.

Fyrir þá sem ekki eru kunnugir því hvað ég sé að fara að þvælast til Ikea og kjötbollu landsins að þá er ég að fara á MCC námskeið hjá SAS skólanum.  MCC stendur fyrir Multi-Crew Co-operation, sum sé, þetta er námskeið sem kennir manni hvernig á að vinna í fjölstjórnar-flugvél.  Það sem meira er að þetta námskeið er Ryanair approved, þannig að það verður einhver gaukur þarna fá þeim sem fylgist með manni, þannig að það er eins gott að standa sig.  En þetta verður fyrst og fremst bara skemmtilegt, sérstaklega þar sem ég var að komast að því í dag að þetta er "full motion simulator" sem aftur þýðir að maður verður kanski að koma með gubbupoka  Wink

Hann Jói Hafnfirðingur er búinn að sitja sveittur yfir mér og aðstoða mig við að undirbúa mig.  Þannig að ef ég fæ vinnu hjá Ryan út á þetta þá fær hann einhvern glaðning úr dútífríinu.

Bless og takk og ekkert snakk 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ys og þys út af engu

Höfundur

Rúnar Már Magnússon
Rúnar Már Magnússon
Kapteinn í þjálfun
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...1333120
  • ...ryr1
  • ...ryr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband