1.3.2007 | 15:20
Kallinn er orðinn stoltur pabbi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.1.2007 | 16:02
Heitt í hamsi
Mér er einfaldlega of heitt í hamsi til að fara að blogga eitthvað núna. Jæja kanski nokkrar línur.
Eins og íslenska þjóðin sjálfsagt veit núna erum við dottin út úr keppninni um fyrsta sætið í HM í handbolta. Við gætum mögulega náð okkur í 5. sætið í keppninni, sem er svo sem frábær árangur. En auðvitað viljum við meira og strákarnir hefðu kanski getað betur. Þeir voru hreinlega óheppnir í leiknum í gær og áttu fyllilega skilið að sigra þetta.
En stemmninginn í sófanum heima var engu lagi lík. Það mátti engu muna að ég hefði verið rekinn út að kaupa nýjan sófa. Púðarnir fuku í allar áttir, sem betur fer eigum við ekki neitt svona sérstaklega brothætt. Það verður ekki tekið af þeim að þeir gáfu manni skemmtilegt og um fram allt eftirmynnilegt kvöld. En það er samt alltaf verra einhverra hluta vegna að tapa fyrir dönum. Ef þetta hefði verið Austurríki eða Ungverjaland eða eitthvað annað þá hefði ég verið svekktur en ekki alveg upp að þessu marki sem að stofan mín bar vitni um í gærkvöldið.
En nú er bara að bretta upp ermarnar og taka allavega þetta 5. sæti sem er í boði og stefna síða ótrauðir áfram á EM 2008. Við keppum við Serbíu um sæti á EM. Ég veit að ég læt mig ekki vanta fyrir framan skjáinn þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.1.2007 | 14:12
Kók
Maður drekkur meira kók ef það er ekki kalt.
Þetta er svolítið skemmtileg pæling svona ef út í það er farið. Maður sér nefninlega allstaðar auglýst "ískalt og svalandi", maður sér auglýsingarnar þar sem kókinu er hellt í glös full af klökum og það syngur í glasinu þegar klakarnir skoppa til. En ef þetta er rétt hjá mér að maður drekki meira af kóki þegar það er ekki kalt, þá sé ég fyrir mér auglýsingu þar sem par er í útileigu og með prímusinn í gangi inni í tjaldi. Kameran færist nær og maðurinn tekur pottinn af prímusnum og hellir kóki í bolla, "kók, tilvalið í útileiguna". Þetta var pæling dagsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2007 | 15:11
Hreinn og beinn viðbjóður
Mér finnst þetta algerlega viðbjóðsleg framkoma hjá heildsölunum. Nú einmitt þegar ein stærsta kjarabót almennings (lækkun á virðisaukaskattinum) er að bresta á þá ákveða heildsalar að hrifsa til sín hluta af þessari köku og hækka verð á sínum vörum um 2-15%. Það er gjörsamlega verið að slá almenning í andlitið með þessari hækkun.
Einnig er önnur hækkun sem ég vil aðeins koma inn á en það er ákvörðun Strætó að hækka fargjöldin. Ég botna bara ekkert í þessu. Á heimasíðu strætó má sjá frétt þar sem þeir "hreykja" sér af því að það hafi orðið fjölgun á farþegum ( http://www.bus.is/um-fyrirtaekid/frettir/nr/472 ). Ég set hreykja í gæsalappir vegna þess að ég að ég er ekkert svo viss um að þeir vilji fá farþega í strætóana sína. Það er sjálfsagt auðveldara að reka þessa strætóa með enga farþega. Það er náttúrulega bensínsparnaður að sleppa farþegunum, því að auka þyngdin veldur meiri bensíneyðslu. Einnig má sleppa við öll þessi stopp á biðstöðvunum, þar má spara bensíndropana.
Þannig að mér finnst þessi koma öllum í opna skjöldu. Það er ekki eins og eldsneytisverð hafi hækkað svo gríðarlega, þvert á móti þá er verð á eldsneyti að lækka. Ég held þeir ættu frekar að taka sér Akureyringa til fyrirmyndar. Farþegum Strætisvagna Akureyrar (SVA) hefur fjölgað stórlega eftir að bæjarstjórn ákvað að gefa frítt í strætó.
Birta lista yfir verðhækkanir á matvörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2007 | 08:14
Þegar Davíð hitti Golíat
Íslendingar gjörsigruðu Evrópumeistaralið Frakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2007 | 08:39
Þetta er ekki hægt!!!
Hvernig er hægt að afsaka þetta lengur. Mér finnst þetta vegagjald alveg út í hött. Við erum að sjá hið opinbera fara út í vegaframkvæmdir út um allt land, fyrir pínulítil kauptún (afsakið austurland) með jarðgangnagerð. Hversvegna getur íslenska ríkið ekki pungað út fyrir þessari stækkun á einum fjölfarnasta kafla á leiðinni frá Reykjavík til Akureyrar. Ég er Akurnesingur sjálfur og ég man vel þegar þessi göng komu og voru þetta vegabætur sem mörkuðu tímamót fyrir Skagamenn, en einnig fyrir Reykvíkinga og Akureyringa, enda stytti þetta leiðina þar á milli um heila 77km (minnir mig). Umferðin í gegnum Hvalfjarðagöngin reyndist miklu meiri en bjartsýnustu menn vonuðu, þannig að það hlýtur að vera að þessi göng séu búin að borga sig upp. Nú finnst mér alveg kominn tími til að ríkið grípi inn í og taki við reksturinn á þessum göngum og einnig þessari fyrirhuguðu stækkun.
Óbreytt veggjald til 2018 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.12.2006 | 12:31
Bangsi í putalandi
Einu sinni var lítill bangi sem ákvað að fara í ferðalag á bátnum sínum. Eftir að hann var búinn að róa í dá-góða stund þá kom óveður, bangsinn gleymdi nefninlega að athuga veðurspána á mbl.is áður en hann laggði af stað. Óveðrið tók bátinn og þeytti honum út í buskann. Þegar bangsinn rankaði loks við sér var hann allur bundinn niður í einhverskonar búri. Litlir kallar voru með stiga og voru að skoða þennan bangsa. Honum leyst ekkert á blikuna og sleit sig lausann úr þessari prísund og át littlu kallanna.
Þessi litla saga kennir okkur það að vera ekki að vera að binda niður litla eða stóra bangsa, því þegar þeir reiðast þá er voðinn vís.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.12.2006 | 15:07
Ekki heppileg jólagjöf
Þetta er ástæðan fyrir því að við ættum að banna geislasverð innan 18 ára a.m.k.
Einnig vil ég hvetja alla til þess að hlusta á fallegann jólasöng sem ég er búinn að setja upp á síðunni hér efst til hægri. Það skal skírt tekið fram að það er ekki ég sem er að syngja þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2006 | 10:30
Indverskur íþróttamaður féll á kynjaprófi
Indverskur íþróttamaður féll á kynjaprófi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ys og þys út af engu
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar