First session complete

Það var greinilegur taugatitringur í mönnum fyrir fyrsta tímann í herminum (eða kanski var það bara eftir Red Bull-ið), en það reyndist algjör óþarfi því að kennarinn okkar reyndist vera algjör snillingur.  Hann byrjaði á því að kynna sig og sagði að hann hefði verið í 17 ár í flughernum og ég hugsaði oó nú á að rústa okkur.  En hann gerði bókstaflega allt til að draga úr stressinu í okkur og reyndist vera algjör ljúflingur.  Við byrjuðum á því að Thomas byrjaði sem PF(pilot flying) og ég var PM(pilot monitoring), ég hugsaði, fjúkk, nú get ég bara slappað af og litið á mælana og fylgst með honum..little did I know.  Það sem þetta er nú einusinni þotu hermir að þá gerist allt miklu, MIKLU hraðar en ég er vanur þannig að ég var alveg pung-sveittur allan tímann við að monitora og aðstoða og kalla í radio og skipta um tíðnir og hitt og þetta.  Hugsunin um að slappa af hafði verið skilin eftir á flugbrautinni.  Síðan skiptum við um sæti og ég varð PF.  Ég hugsaði, úff ef að ég hafði svona mikið að gera við að monitora hvernig á þetta eftir að verða.  En það reyndist miklu auðveldara að fljúga heldur en að monitora, allavega fyrir mig. 

Í tímanum í dag þá munum við koma til með að fá vélarbilun fyrir flugtak, við munum líka skoða ofris aðeins og CANPA aðflug (constant angle non-precision approach).  Þannig að nú erum við bara spenntir eftir þennan fyrsta tíma að komast í herminn aftur.  Ég setti hérna inn mynd af herminum sem við erum að flúga.  Glæsilegur ekki satt? Wink

Fokker 28 simulator


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heppnir að fá svona góðan kennara, það skiptir svo miklu máli.

Flottur hermir!

Hlakka til að heyra hvernig tími 2 var 

Frú Fjóla (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ys og þys út af engu

Höfundur

Rúnar Már Magnússon
Rúnar Már Magnússon
Kapteinn í þjálfun
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1333120
  • ...ryr1
  • ...ryr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 275

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband