Tonight is the night... ég ætla út í kvöld

Jæja þá er loksins komið að því, það er komið að brottför.  Kallinn er búinn að vera lesa á fullu og æfa sig í Flight simulator, þannig að nú er eins gott að standa sig vel og heilla alla upp úr skónum.  En þetta verður fyrst og fremst gaman og mig hlakkar mikið til að fara í simman.  En það verður líka rosalega erfitt að slíta sig í burtu frá famelíunni.  En ég fékk mér vefmyndavél og Fjóla verður með tölvuna hans Sigga (hennar Lindu) á meðan ég verð í burtu þannig að við munum hafa samband í gegnum hið magnaða forrit SKYPE.  Þegar ég keypti mér þessa vefmyndavél þá hugsaði ég, jæja nú er framtíðin loksins kominn til Rúnars.  Þegar ég var yngri og hugsaði um framtíðina þá var eitt sem ég var alltaf að hugsa um (fyrir utan fljúgandi bíla) en það var myndsími.  Enn og aftur nú er framtíðin komin, þó að við verðum að bíða eftir fljúgandi bílum aðeins lengur.  Ég sendi á ykkur aftur þegar ég er kominn út.

Þar til næst... hej alle júbba 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ys og þys út af engu

Höfundur

Rúnar Már Magnússon
Rúnar Már Magnússon
Kapteinn í þjálfun
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1333120
  • ...ryr1
  • ...ryr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 275

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband