23.1.2007 | 15:11
Hreinn og beinn viðbjóður
Mér finnst þetta algerlega viðbjóðsleg framkoma hjá heildsölunum. Nú einmitt þegar ein stærsta kjarabót almennings (lækkun á virðisaukaskattinum) er að bresta á þá ákveða heildsalar að hrifsa til sín hluta af þessari köku og hækka verð á sínum vörum um 2-15%. Það er gjörsamlega verið að slá almenning í andlitið með þessari hækkun.
Einnig er önnur hækkun sem ég vil aðeins koma inn á en það er ákvörðun Strætó að hækka fargjöldin. Ég botna bara ekkert í þessu. Á heimasíðu strætó má sjá frétt þar sem þeir "hreykja" sér af því að það hafi orðið fjölgun á farþegum ( http://www.bus.is/um-fyrirtaekid/frettir/nr/472 ). Ég set hreykja í gæsalappir vegna þess að ég að ég er ekkert svo viss um að þeir vilji fá farþega í strætóana sína. Það er sjálfsagt auðveldara að reka þessa strætóa með enga farþega. Það er náttúrulega bensínsparnaður að sleppa farþegunum, því að auka þyngdin veldur meiri bensíneyðslu. Einnig má sleppa við öll þessi stopp á biðstöðvunum, þar má spara bensíndropana.
Þannig að mér finnst þessi koma öllum í opna skjöldu. Það er ekki eins og eldsneytisverð hafi hækkað svo gríðarlega, þvert á móti þá er verð á eldsneyti að lækka. Ég held þeir ættu frekar að taka sér Akureyringa til fyrirmyndar. Farþegum Strætisvagna Akureyrar (SVA) hefur fjölgað stórlega eftir að bæjarstjórn ákvað að gefa frítt í strætó.
Birta lista yfir verðhækkanir á matvörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ys og þys út af engu
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lítið við þessu að gera, þegar handbendi kaupnna sitja við völd í landinu. Hvernig væri ef við færum að þeysa út á göturnarí mótmælaskyni eins og frakkar eru t.d. þekktir af? Við tuldrum ofan í bringuna og látum alla kúgun yfir okkur ganga. Stjórnvöld hafa ekkert aðhald frá kjósendunum sjálfum. Hvar er fulltrúi litla mannsins í þessu landi? Jóhannes í Bónus? 'Eg fæ allavega ekki séð að við eigum neina málpípu hér.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.1.2007 kl. 15:28
Þetta með heildsalana er nú eitthvað sem var alveg gefið að myndi gerast. Þeir halda krónunni en kasta aurnum í almúgann á þeim bænum. Ég er reyndar á því að það sé stefna í þessu landi, kúum almúann og byggjum okkar auð!
Þetta með hækkun gjalds í strætó er vegna þess að Strætó á svo miklar umframbyrðir af eldsneyti sem þeir keyptu þegar eldsneytisverð var í hávegum þannig að þeir verða að ná tapi sínu til baka með því að láta almúann borga klúðrið sitt... eins og er í tísku
Hannibal, 24.1.2007 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.