1.3.2007 | 15:20
Kallinn er orðinn stoltur pabbi
Þessi tilfinning er ólýsanleg að vera loksins orðinn pabbi. Litla stúlkan mín kom í heiminn kl 11:04 þann 27.febrúar og vóg 13 merkur og mældist 51cm. Stúlkan var heldur betur ekki að teygja lopann þegar að kom að fæðingunni eftir að hafa látið bíða eftir sér í tæpa 9 mánuði. Á þessari mynd er litli engillinn bara 2 tíma gömul. Hún fæddist með fullt af dökku hári eins og pabbinn er með. Við fengum að fara heim af spítalanum með hana í dag eftir. Læknarnir vildu hafa hana aðeins lengur en venjan er vegna þess að þeir voru svo skotnir í henni, og það var eins með ljósmæðurnar á deildinni. Núna kúrir hún bara á milli okkar hjónanna í rúminu okkar og steinsefur.
Um bloggið
Ys og þys út af engu
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með dótturina. Þetta er yndislegt. Ég varð einmitt af í gær, en það er nú ekki alveg eins.
sigatlas (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 16:21
Hva er bara verið að geispa á mann litla rassgat kv ömmu frænkan
Erla (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 23:54
vá til hamingju
kraftverk lífsins að verða foreldri ... ég óska ykkur gæfu og náðar....
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 02:33
Hæ hæ, innilega til hamingju með litlu prinsessuna... Hún er æðisleg, ekkert smá mikið krútt.. Vonandi fáum við að sjá hana live hérna á skrifstofunni fyrr eða síðar ;)
Kv Ingibjörg
Ingibjörg Fosshótel (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 08:59
Okei ég veit ekki afhverju "Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir" kemur þarna upp hjá mér þegar ég kommenta :/
Ingibjörg
Ingibjörg Fosshótel (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 09:02
Elsku Rúnar og Fjóla innilega til hamingju með litla kraftaverkið hún er ekkert smá sæt. Hlökkum til að sjá hana og knúsa!
Ótal knús og kossar til ykkar
Dögg, Erling og Katrín Ýr.
Lady-Dee, 5.3.2007 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.