monday, tuesday, wednesday...

Þetta eru dagarnir sem eftir eru áður en ég fer út til Sverge.  Ég hef ákveðið að prufa startkaplana á þetta blessaða blogg.. enn eina ferðina.  Ég er svo ferlega latur við að skella einhverju hingað inn eins og kanski sést á færslunum.  Mér finnst reyndar ótrúlegt að mbl séu ekki búnir að henda þessari blogg síðu út.  En ég ætla nú að reyna að vera duglegur á meðan ég er úti að láta vita af mér.

Fyrir þá sem ekki eru kunnugir því hvað ég sé að fara að þvælast til Ikea og kjötbollu landsins að þá er ég að fara á MCC námskeið hjá SAS skólanum.  MCC stendur fyrir Multi-Crew Co-operation, sum sé, þetta er námskeið sem kennir manni hvernig á að vinna í fjölstjórnar-flugvél.  Það sem meira er að þetta námskeið er Ryanair approved, þannig að það verður einhver gaukur þarna fá þeim sem fylgist með manni, þannig að það er eins gott að standa sig.  En þetta verður fyrst og fremst bara skemmtilegt, sérstaklega þar sem ég var að komast að því í dag að þetta er "full motion simulator" sem aftur þýðir að maður verður kanski að koma með gubbupoka  Wink

Hann Jói Hafnfirðingur er búinn að sitja sveittur yfir mér og aðstoða mig við að undirbúa mig.  Þannig að ef ég fæ vinnu hjá Ryan út á þetta þá fær hann einhvern glaðning úr dútífríinu.

Bless og takk og ekkert snakk 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja kall 

Eins gott að vera duglegur að blogga fyrst þú ert búinn að starta þessu aftur!

Þú veist að ég geri miklar kröfur til bloggara

Kellan 

Frú Fjóla (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ys og þys út af engu

Höfundur

Rúnar Már Magnússon
Rúnar Már Magnússon
Kapteinn í þjálfun
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1333120
  • ...ryr1
  • ...ryr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband