13.9.2007 | 18:42
Heja Sverge
Þá er ég sestur við skriftir í landi Volvo station. Án gríns þá held ég að svona þriðji hver bíll sé Volvo og annar hver bíll er station-bíll. En þetta er ekkert sérstaklega ódýrt land, það kostar til dæmis á hótelinu mínu um 1500kr að fá sér hamborgara, sem er by the way eitt það ódýrasta á matseðlinum, og þetta er ekki einu sinni "fínt hótel". Ég fór til Stokkhólms í dag og það var svo sem ágætt. Öll húsin eru 5 hæðir og annað hvort brún eða gul (mjög spes) þannig að það er ekki mikil litagleði í þessum "frændum okkar". Hérna eru þessar klassísku búðir eins og dressmann, Zara, Topshop og, rúsínan í pylsuendanum, H&M. Ég þræddi þessar búðir í dag með fylgifisknum mínum honum Tómasi sem er með mér í Crew og herbergi. Mér fannst frekar skrítið að fara og skoða föt með einhverjum sem ég þekki ekki neitt og hann er ekki einusinni stílisti. En ég skoða þetta betur við tækifæri þegar ég er einn.
takkogblessíbili
Um bloggið
Ys og þys út af engu
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
HEHEHEHE...Oh hvað er gaman að lesa svona færslu frá sveitadreng sem er greinilega í fyrsta sinn í Útttlöööndum.....Og þar að auki staddur í fegurstu borg Skandinavíu...menn greyið er greinilega staddur í Rynkeby, eða í álíka hverfi, og men herre gud hamborgarinn á 1500 kall...Halló það finnast Burger King í STHLM.. Big Mac meny á 550 ískr...Já og geiiminn hann fór í mollið í Rynkeby fann bara dressmann, Zöru og annað drasl, ég ráðlegg þér kallinn minn að labba BIblioteksgatan och titta i stan......get lofað að það er skárra en helv bullið á skerinu....hadesobraisverige...
BillaBong (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 19:18
Þú finnur þér bara eitthvað seinustu tvo dagana og kannski sleppir fylgifisknum bara þá
verður hann kannski farinn þá?
Hver í ósköpunum er billabong??
"sveitadrengur í fyrsta sinn í útlöndum" hahahahahahahah
Frú Fjóla (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 21:23
iss piss...svíar eru bara spes... norðmenn eru miklu betri hehe
vona að þú hafir það gott - veit að það er örugglega erfitt fyrir þig að vera án Mrs Rúnsu og litlu krúsilínu... en þá kemur barnaland sterkt inn;)
Knús og kossar frá okkur akureyringum!
xena, 14.9.2007 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.