10.1.2008 | 23:15
Til fyrirmyndar
Ég vaknaði af löngum blogg svefni við að lesa þessa frétt. Þetta er virkilega gott framtak hjá Áströlum og nýlega tilkynnti kínversk sjórnvöld að þau hyggðust banna plastpoka með öllu árið 2008, þeir vilja að almenningur noti taupoka. Þetta er rétt sem bloggarar hér eru að segja með að þetta er bara slæmur ávani að nota þessa plastpoka og það væri lítill vandi að nota taupoka. Einnig mætti alveg skoða það að nota umhverfisvæna plastpoka sem eyðast upp á innan við 5 árum. http://www.globalmanufacture.net/home/news/omni.cfm
Einnig tilkynntu áströlsk yfirvöld á síðasta ári að venjulegar ljósaperur yrðu bannaðar og eingöngu ætti að nota umhverfisvænar spar-perur.
Þetta er eitthvað sem að íslensk stjórnvöld mættu taka til fyrirmyndar, ef þau ætla að halda áfram að vera í fararbroddi í umhverfismálum eins og þau vilja halda að þau geri.
Ég skora á íslensk stjórnvöld að taka þetta til fyrirmyndar
Það þarf oft bara litla þúfu til að velta stóru hlassi.
Notkun plastpoka verði hætt á árinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ys og þys út af engu
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.